Screenshot 2019-10-15 at 15.32.42

Augabrúnir á 2 mínútum

Augabrúnirnar ramma inn andlitið. Þær hafa þann kraft að geta látið augun þín virðast stærri og á sama tíma tengja saman förðunina. 

Viltu vita hvernig þú átt að vinna með augabrúnirnar? Að ná augabrúnum fullkomnum á hverjum degi? Hér kemur tveggja mínútu tækni fyrir augabrúnir sem henta öllum andlitsföllum. 

 
1. Veldu þínar vörur

Penni eða púður? Veldu vöruna eftir því hvaða útliti þú vilt ná. Með penna nærðu náttúrulegu útliti og með púðri nærðu að móta brúnirnar mjög vel.

Ef þú villt fylltar og óaðfinnanlegar brúnir, prófaðu Brow Shaper augabrúna pennan sem kemur með greiðu á endanum sem mótar náttúrulega lögun.

Fyrir meira mótaðar brúnir, prófaðu Brow Contouring Kittið sem inniheldur fjóra litmikla liti, 3 matta og einn ljóma til að nota á augabrúnabeinið. 

2. Byrjaðu á að fylla í götin

Fyrir suma getur það verið það eina sem þú vilt gera í augabrúnunum að fylla í eyður. Fyrir aðra gæti þetta skref bara verið byrjunin á þinni augabrúnavinnu. Hvað sem því líður, notaðu burstann á endanum á blýantinum þínum eða hreinum, þurrum bursta til að greiða hárin uppá við svo þú getur auðveldlega komið auga á göt í hárum. Veldu svo þína tækni…

Með pennanum: Gakktu úr skugga um að hann sé eins skarpur og hægt er. Haltu síðan Brow Shaper augabrúnapennanum í 45 gráðu sjónarhorni og stingdu honum í eyður, svo þú fyllir það með stuttum, beittum, og uppbyggjanlegum strokum.

Með duftinu: Settu smá af duftinu í lit sem er næst þínum náttúrulegu augabrúnum á meðfylgjandi bursta. Haltu því síðan burstanum á ská og strjúktu í gegnum eyður í mjúkri hreyfingu.

Kláraðu svo að bursta hárin aftur á sinn stað þannig að þau liggi í sömu átt og þau vaxa. 

3. Fylltu út í þitt form 

Ef skyggingin á götunum hefur gefið þér þá fyllingu sem þú þarft, slepptu þá þessu skrefi og farðu í skref 4. Annars er komin tími til að fylla inní brúnirnar svo þær líti þykkari út.

Þegar við eldumst verða augabrúnirnar oft þynnri og aðeins styttri það er því einföld leið til að fá unglegra útlit að fylla inní brúnirnar og lengja þær aðeins. 

Besta augabrúnaformið þitt er það sem þú fæddist með svo reyndu að bæta það ekki umbreyta því sem þú hefur. Finndu hæsta punktinn (jafnvel á beinum augabrúnum) og finndu endan.

Augabrúnin þín ætti að byrja nokkurn vegin í takt við innra horn augans og ætti aldrei að ganga lengra inná við, svo vertu viss um að plokka þetta svæði ekki of mikið. 

Fylltu létt í fremmsta hluta augabrúninnar ef hún hefur tilhneigingu að vera götótt og ekki nota of mikið af vöru svo brúnirnar verða ekki of áberandi.

Max Factor tip:

Notið förðunarbursta sem eða blýant  sem vinkil utan frá nefinu að ytra horni augans. Þar sem það sker saman við augabrúnina þína er ákjósanlegur endir á augabrúnunum. Plokkaðu létt þau hár sem eru út fyrir þann enda. Ef augabrúnin er of stutt mælum við með nokkrum léttum strokum sem líkjast hárum til að fylla uppí lengdina.

Til að finna hvar boginn eða hæðsti punkturinn á augabrúninni liggur þá geturu notað burstann eða blýantinn aftur og haldið honum við nefhornið og beygir hann í gegnum miðju augans, þar sem penninn lendir ætti boginn að vera. Merktu punktinn með blýantinum eða duftinu til að auðvelda við mótun. 

4. Burstaðu í gegnum brúnirnar

Ekki sleppa þessu skrefi! Haltu þessum ný mótuðu og fylltu augabrúnum á sínum stað með því að greiða í gegnum brúnirnar með augabrúna geli. 

Helstu augabrúna puntkarnir

Hafðu þessa punkta alltaf í huga þegar þú ert að fylla inní brúnirnar þínar

  • Plokkaðu aðeins undir brúnirnar. Skildu eftir hárin fyrir ofan brúnirnar fyrir fagfólk og farðu varlega í að plokka hliðarnar. Þú vilt ekki enda með augabrúnir sem eru of stórar eða of stórt bil á milli þeirra.
  • Notaðu léttar strokur með pennanum eða duftinu. Mundu að það er auðveldara að biggja upp litin en að þurfa að byrja upp á nýtt.
  • Ljómi getur gert undur við a lyfta upp brúnunum. Berðu smá kremaðan ljóma á augabrúnarbeinið fyrir bjartari augu. 

Deila frétt