fbpx

Hefur þú prófað farðagrunn frá Smashbox?

Hefur þú prófað farðagrunn frá Smashbox?

Hvaða farðagrunnur hentar þér best?


Það er til mikið úrval af farðagrunnum sem allir hafa sína sérstöðu. Smashbox er merki sem sérhæfir sig í farðagrunnum og er með mjög gott og breitt úrval.
Eitt af því sem þeir eiga allir sameiginlegt er að vera undirstaða í förðunarrútínunni þinni og er það fyrsta sem við berum á okkur á eftir rakakremi og sólarvörn.


Sléttandi farðagrunnar 

eru mest þekktu farðagrunnarnir en þeir hafa þá eiginleika að slétta úr húðinni og fylla uppí húðholur ásamt því að láta farðann endast extra vel á húðinni. Í þeim flokki er Smashbox Photo Finish Foundation primerinn sterkastur, hann afmáir fínar línur og gefur flauelismjúka húð og er ein söluhæsta vara Smashbox og fyrsti primerinn sem kom frá þeim á markað.


Lita leiðréttandi og jafnandi farðagrunnar 

eru oft litaðir. Grænleitir farðagrunnar jafna út rauða tóna í húðinni, fjólubláir gefa húðini meiri líf og birta hana upp og farðagrunnar með brúnum tónum gefa húðinni frískleika og lit. Smashbox Reduce Redness Primer jafnar húðlitin ásamt því að fylla í línar línur og lokar opinni húð. Hann inniheldur efni sem hafa mýkjandi áhrif á húðina eins og soja og sítrónugras sem hafa þá eiginleika að yngja og betrumbæta húðina. Photo Finish Protect primerinn grunnar og ver húðina ásamt því að leiðrétta húðina í einu skrefi. Formúlan minnkar fínar línur og lokar opinni húð og heldur farðanum ferskum allan daginn. Varan inniheldur Dermaxyl formúlu sem er læknisfræðilega þróuð og hefur sannast með tímanum er sjáanlegur munur á fínum línum.


Rakagefandi farðarunnar 

geta innihaldið olíu eða aðrar tegundir af fitu eins og shea smjör, glyserin eða hyalurunic sýrur sem halda raka í húðinni. Þessi tegund gefur húðinni exta mikinn raka, dregur úr fínum línum, mýkjir og jafnar yfirborð húðarinnar. Þeir eru oft þykkir og henta vel fyrir þurra húð. Í þessum flokki bíður Smashbox uppá Photo Finish Primerizer + Moisturizer og Smashbox Photo Finish Primer Water.
Smashbox Photo Finish Primerizer er farðagrunnur sem einnig er rakakrem og gefur þér allt að 24 klukkustunda raka. Formúlan er létt og á að gefa þér raka samstundis, formúlan er fljót að þorna á húðinni og virkar sem segull á farða og leyfir honum að endast betur. Smashbox Photo Finish Primer Water er farðagrunnur sem gefur næringu og raka yfir allan daginn og er eins og hálfgerður orkudrykkur fyrir húðina og hentar öllum húðtýpum. Hann inniheldur ekki olíu, silikon né alcohol.


Mattandi farðagrunnur

á margt sameiginlegt þeim sem sléttir yfirborð húðarinnar en þessi farðagrunnur mattar einnig húðinna og dregur úr olíumyndun húðarinnar svo förðunin endist lengur og yfir daginn. Þessi grunnur hentar sérstaklega vel fyrir olíuríka húð. Mattandi farðagrunnar eru yfirhöfuð olíulausir og henta þeim sem eru með feita húð, fílapensla og/eða bólur.  Það geta þó langflestir nýtt sér mattandi farðagrunn til dæmis bara á T-svæðinu til að matta það. Í þessum flokki býður Smashbox upp á Photo Finish Minimize Pores Primer sem minnkar opnar húðholur samstundis og mattar húðina í allt að 8 klukkustundir. Einnig dregur formúlan úr olíu framleiðslu húðarinnar og þolir svita og raka. Photo finish Oil&Shine Control primerinn léttur gel primer sem minnkar opnar húðholur og gefur slétta silki mjúka áferð. Photo Finish Super Light smooth & blur er farðagrunnur fyrir viðkvæma og feita húð ásamt því að draga úr fínum línum og opinni húð. Formúlan inniheldur efni sem minnkar olíumyndun húðarinnar og skilur eftir matt útlit


Ljómandi og nærandi farðagrunnur

gefur húðinni sinn skammt af vítamínum sem eykur náttúrulegan ljóma húðarinnar, gefur henni raka og grunnar fyrir förðun. Photo Finish Vitamin Glow primerinn frá Smashbox er létt vatns-gel formúla sem vekur og fríksar upp húðina, pökkuð af andoxunarefnum, B, C & E vítamínum og birkivatni.


Grunnur undir augu 


Photo Finish Hydrating Under eye Primer er sérstaklega ætlaður fyrir svæðið undir augun og sér til þess að hyljarinn haldist allan daginn sem og birtir upp augnsvæðið og dregur úr dökkum baugum. 


Augnskuggagrunnur

heldur augnskugganum á sínum stað í allt að 24 klukkustundir. Smashbox býður uppá Photo Finish 24 Hour shadow primer sem er svita og raka heldur. Liturinn dofnar hvorki né smitast.


Maskaragrunnur

nærir augnhárin lyftir þeim og þykkir. Smashbox býður upp á Photo Finish Lash Primer. Maskarinn þinn mun alltaf líta betur út með grunn undir þar sem hann eykur þykkt hvers augnhárs ásamt því að lyfta þeim.