fbpx

BIODERMA

BIODERMA

Nýlega hófum við sölu og kynningu á nýju merki á Íslandi. BIODERMA er franskt húðvörumerki sem er þekktast fyrir að hafa þróað og hannað fyrsta micellar vatnið á markaðnum, Sensibio H2O. Hugmyndin á bak við lausnir BIODERMA er að viðhalda heilsu og fegurð húðarinnar til lengri tíma og koma húðinni í jafnvægi.

Aðalhlutverk húðarinnar er að vernda líkamann gegn utanaðkomandi áhrifum og við það verður húðin fyrir hnjaski á hverjum degi sem gerir hana veikari fyrir geislum, skaðlegum efnum, farða, veðurbreytingum og mengun. Mikið áreiti frá þessum skaðlegu áhrifum gera húðina viðkvæmari og lækka þol þröskuld hennar. Fjöldi einstaklinga með viðkvæma húð hefur stóraukist síðustu ár. Lausnir BIODERMA vinna í því að láta húðina ná jafnvægi á ný t.d. með að geta dreift rakanum um húðina til að viðhalda sveigjanleika, mýkt, tón og útlit húðarinnar. BIODERMA hefur þróað einkaaleyfi sem kallast DAF, Dermatological Advanced Formulation, sem gert er til að varðveita hversdagleg gæði húðarinnar og hjálpa henni að berjast gegn umhverfisþáttum ásamt því að auka þolmörk húðarinnar​. DAF einkaleyfið er til staðar í öllum vörum BIODERMA​. BIODERMA vörurnar eru umfram allt gerðar til að aðlagast viðkvæmustu húðinni og auka þolþörk hennar og vinnur í að ná húðinni í jafnvægi til að geta varið sig frá daglegu áreiti.DAF samanstendur af þremur sérstaklega völdum virkum efnum sem eru sérstaklega hönnuð til að styrkja þol húðarinnar, það eru Rhamnose, mannitol og xylitol.  Þetta eru sykrur sem auka þolmörk húðarinnar með því að draga úr bólgum, koma í veg fyrir myndun skaðlegra sindurefna og dregur úr skemmdum frá UV ásamt því að halda rakajafnvægi.

 

BIODERMA er fáanlegt í eftirtöldum verslunum á Íslandi: Lyf og heilsa Kringlan, Lyf og heilsa Firði, Lyf og heilsa Granda, Lyf og heilsa Glerártorg, Apótekarinn Austurveri, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Efstaleitisapótek og Apóteki Suðurlands.

 

,