OPI, upprunalega skýrt Odontorium Product Inc var lítill tannlæknabirgi.

Árið 1981 var fyrirtækið keypt af George Schaeffer, stuttu seinna bættist Suzi Weiss-Fischmann, sem seinna varð svo stofnandi OPI. Þau fengu lífefnafræðinginn R. Eric Montogomery með sér í lið og fljótt voru þau komin með akrýl vöru sem þau seldu á local naglastofur. Ákveðið var að loka tannlæknasölunni og einbeittu sér aðeins að naglavörum, og fyrsta skrefið var að breyta nafninu í OPI Products inc.

Árið 1989 færðu þau út kvíarnar og byrjuðu að framleiða naglökk og seinna meir fleiri naglavörur.

Frá byrjun hefur OPI hannað frábær naglalökk í helstu tískulitunum og nöfnin eru einstaklega skemmtileg eins og til dæmis I‘M NOT REALLY A WAITRESS sem er mest seldi OPI liturinn.

Opi hefur ávallt verið leiðandi í naglaiðnaðinum, staðföst á

því að bjóða uppá hágæða vörur og þjónustu.

Eins og er fæst OPI í yfir 100 löndum og býður upp á heilu línurnar af professional vörum til dæmis naglameðferðum, áburðum og skrúbbum, tólum og gelvörum. OPI leggur mikið uppúr nýjungum en nýtt ´look´ kemur reglulega yfir árið, í hvert sinn með nýjum litum og nöfnum.

Opi leggur mikið uppúr því að vekja athygli á allskyns góðgerðarsamtökum og að styrkja málefni.

Inná heimasíðu OPI má finna Try it on nail studio, en þar getur þú hannað þínar eigin neglur og séð hvernig hver og einn litur kemur út á þér. Við mælum með því að prufa þetta.

Smelltu á OPI hér að neðan og kynnstu öllu því nýjasta og heitasta í naglalökkum.

 

Sjá vefsíðu OPI

 

 

 

Sölustaðir

Hagkaup, Lyfju, Lyf og Heilsu, Apóteki Vesturlands, Make up Gallerý Akureyri, Snyrtistofunni Carítu Hafnarfirði, Urðarapóteki, Jara Snyrtistofa, Snyrtistofunni Hrund, Mánagull Bolungarvík, Dekurstofunni Kringlunni, Mecca Spa, Lipurtá Hafnarfirði, Árbæjarapóteki, Snyrtistofan Jóna, Aroma Vestmannaeyjum, Touch Austurveri, Guinot Snyrtistofa, Bonita Kópavogi, Snyrtistofan Dögg, Eplið, Face Snyrtistofa Akranesi, Snyrtistofan Dekrið Reykjanesbæ, Snyrtistofan Helena Fagra, Aqua Spa Akureyri, Blue Lagoon Spa, Reykjavíkur Apótek, Snyrtistofan Dekur Akranesi, Beautybox.is, Fríhöfninni og Kjólar og Konfekt