fbpx

INNBLÁSTURINN OKKAR 

KONUR FRÁ PARÍS

Sem Parísar merki er Bourjois innblasið af “je ne sais quoi” sem gerir konur frá París svo sérstakar

 

 

 

 

 MOTTÓIÐ OKKAR

ÞAÐ ÆTTI EKKI AÐ TAKA FEGURÐ OF ALVARLEGA

Skemmtu þér vel að leika með liti til að breyta þinni förðun

 

 

 

 

SÉRHÆFING OKKAR
LITUR

Við. höfum hannað úrval af einfölfum og þægilegum förðunarverkfærum í fallegum litum og léttum áferðum – fyrir allar konur!

 

 

 

SAGA BOURJOIS

Franska merkið Bourjois (berist fram bú-svaa) á sér langa og mjög skemmtilega sögu en fyrstu heimildir um sögu fyrirtæksins má rekja aftur til ársins 1863.

Þá var það franskur leikari og lífskúnstner, Joseph-Albert Ponsin, sem hóf að framleiða púður og farða heima hjá sér og dreifa til vina sinna í leikhúsbransanum.

Á þessum tíma höfðu leikarar þurft að gera sér að góðu farða sem hentaði illa í ljósunum og hitanum í leikhúsinu svo framlagi Ponsin var mjög vel tekið af kollegum hans.

Farðann lét hann í stiftumbúðir og kallaði litina dramatískum nöfnum á borð við Ástsýki, Öfund og fleira í þeim dúr.

Fólkið greip við dýrðinni og síðan hefur Bourjois verið eitt þekktasta vörumerki Frakklands.

 

Eftirspurn eftir vörunum jókst jafnt og þétt meðal leikara í Parísarborg og fljótlega átti leikarinn góði erfitt með að sinna eftirspurninni.

Árið 1868 lét Ponsin fyrirtækið í hendurnar á félaga sínum, Alexandre-Napoléon Bourjois sem vörurnar eru nú kenndar eftir.

Alllir vildu Bourjouis!

Bæði framleiðslan og fyrirtækið blómstruðu áfram í höndum herra Bourjouis. Fréttir af þessum frábæra farða út úr leikhúsinu spurðust út og almenningur falaðist eftir því að fá að kaupa vörurnar en í dag er Bojouris meðal þekktustu snyrtivörumerkja heims.

Mest selda og um leið þróaðasta varan frá Bourjois er og hefur alltaf verið kinnaliturinn og púðrið í kringlótta boxinu enda snerist upprunalega hugmyndin um að kalla fram lit og áferð á húðinni sem fegraði og bætti ásjónu leikarans á leiksviðinu.

Upp úr 1980 setti fyrirtækið augnskugga á markað í samskonar, en minni umbúðum og hafa þeir selst gríðarlega vel allt tíð síðan.

Hin fullkomna blanda

Árlega koma nýir litir á markað en þegar kemur að gæðum vörunnar nýtur fyrirtækið þess að búa að 150 ára reynslu við gerð þessarar vöru sem upprunalega varð til í bakaraofni heima hjá tilraunaglöðum leikara.

Örlítið meiri litur hér, aðeins meiri bakstur, ögn af perlugljáa! Svona… þá er hann fullkominn!

Líkt og aðrir listamenn eru leikarar sjaldnast mjög efnað fólk nema í miklum minnihluta.

Það er eflaust þess vegna sem vörurnar frá Boujour hafa alltaf verið á mjög góðu verði en þær eru flokkaðar einhversstaðar á miðjuskalanum í verðlagningu snyrtivara.

Fyrir frakkar konur

Hagstætt verð hefur þó aldrei komið niður á gæðum en gaman er að geta þess að árið 1917 fjárfestu Wertheimer bræður í fyrirtækinu og fóru síðar í samstarf með Coco Chanel.

Bourjois snyrtivörurnar voru því árum saman framleitt í sömu verksmiðju og Chanel en í febrúar 2015 seldu erfingjar Wertheimer bræðra merkið til Coty sem stendur m.a. að baki Balenciaga og öðrum þekktum vörumerkjum.

Árið 1920 lagði Bojouirs lóð sitt á vogarskálarnir þegar konur hófu baráttuna fyrir kosningarétti sínum.

Myndir af konum að kjósa voru þá notaðar í auglýsingum enda samræmdist það gildum þessa leikhúsættaða fyrirtækis að konur hefðu rétt á að láta ljós sitt skína á öllum sviðum.

Sjálfstæða og frakka Parísardaman er enn táknmynd Bourjois í markaðsmálum, fersk, frumleg og alltaf óhrædd við að fara eigin leiðir í útliti og stíl.

Í dag býður Bourjois upp á breitt vöruval af ilmvötnum, gjafaöskjum, farða og fjölbreyttum snyrtivörum og áherslan hjá Bourjois er að halda áfram að framleiða sniðugar lausnir sem einfalda konum að annast útlitið með góðum árangri án þess að þurfa að brjóta sparibaukinn og tæma bankareikninginn.

Instagram

Bourjois sölustjóri

Bourjois hentar mér vel því ég vil frísklegt og ljómandi útlit. Uppáhalds línan mín er Healthy mix farða línan en hún inniheldur allt frá ljómandi primer í hyljara og púður.

Thelma Lind Ólafsdóttir

Vörumerkin okkar skoða öll