MAC_FY22_MacStackMascara_MacroWithSphere_RGB300

M•A•C Stack Mascara

Stenst maskarinn þinn væntingar þínar?

Er hann léttur og gefur extra lengd? Lyftir, aðskilur og sveigir? Magnar augnhárin þín í stórkostlega vídd og skilgreinir þau?
Getur hann veitt þér hvaða útlit sem er með einni óendanlega uppbyggjanlegri formúlu sem mun ekki klessast, flagna, blotna né harðna?

Hélt það ekki…

 

Við kynnum M•A•C Stack maskarann, stærstu byltingu okkar í maskaratækni, sem hannaður er til að standast, skara framúr og verða #1 á markaðnum. Hann hefur verið yfir tvö ár í vinnslu og voru viðmiðin einföld: að uppfylla allar maskaraþarfir í einni vöru. Með aðlögun að leiðarljósi er M•A•C Stack maskarinn fyrir þig, á hverjum degi. Byltingarkenndur ávinningur sem gefur þér hvaða augnháraútlit sem þú sækist eftir, frá náttúrulegu útliti til stórkostlegrar þéttingar, lengd og sveigju augnhára þinna.

 

Tæknikunnátta er vægt til orða tekið:

Superstack Mega Brush og Superstack Micro Brush eru með blaðlaga, skjögraða og margþætta bursta sem ná hverju hári. “Þeir leyfa mér að ná smáatriðunum; Micro er fullkominn fyrir lengdina á meðan Mega eykur fyllingu,” segir Tiffany Johnston, yfirlistamaður frá Los Angeles, Bandaríkjunum.

Endist í 24 klukkustundir! Listamenn eins og Johnston segja: “endingin er stórkostleg”.

 

M•A•C Stack maskarinn gerir þér kleift að sérsníða augnhárin á einfaldan hátt. Allt frá einni stroku fyrir létt útlit með lengd til djarfra augnhára með aukinni sveigju. “M•A•C Stack maskarinn er frábær og uppbyggjanlegur, sem gerir hann fjölhæfan,” segir Johnston. “Ein umferð er kremkennd og létt á meðan margar umferðir gefa ótrulega lengd og ummál. Þetta er hin fullkomna formúla fyrir fólk sem vill fjölbreytni í einni vöru, sem gefur notandanum fullkomna stjórn.”

 

Það lítur út fyrir að maskari hafi orðið persónulegur.

 

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar MAC_Iceland

 

Deila frétt