fbpx

CLINIQUE

Hvað er það sem gerir Clinique svo sérstakt?
Allar Clinique-vörur eru þróaðar af húðlæknum, ofnæmisprófaðar og 100% án ilmefna. Í sameiningu gerir þetta Clinique alveg sérstakt.

OFNÆMISPRÓFUN
Allar Clinique vörur eru ofnæmisprófaðar. En hvað þýðir það í raun og veru? Það að hver vörutegund er prófuð 12 sinnum á 600 manns. Hver prófun fer fram eftir kliniskum leiðbeinandi reglum sem þróaðar eru af húðlæknum Clinique. Komi ofnæmisviðbrögð í ljós, þó ekki sé nema í eitt skipti af þessum 7200 er efnasamsetningu vörunnar breytt. Hvers vegna gerir Clinique svo miklar kröfur? Af því að þessi eina undantekning gæti átt við einmitt þína húð!

100% ÁN ILMEFNA
Ilmefni eru meðal þekktustu ofnæmisvalda og geta leitt til aukinnar ertingar húðarinnar, gert hana viðkvæmari. Clinique velur bestu hráefni og innihaldsefni sem völ er á og í vörum Clinique eru engin ilmefni. Það lágmarkar hættuna á ertingu húðarinnar.

ÞRÓAÐ AF HÚÐLÆKNUM
Allt frá upphafi árið 1968 hefur DR.Normann Orentreich þróað sífellt nýjar vörur til að stuðla að fallegri og heilbrigðari húð án tillits til húðgerðar. Það var niðurstaða DR.Orentreichs, sem haft hafði til meðferðar sjúklinga með margs konar húðgerð, að allir gætu öðlast fallega og heilbrigða húð með þvi að fara eftir 3 einföldum þrepum: hreinsun, endurnýjun og rakagjöf, sem er það sem felst í 3ja-þrepa húðhirðukerfi Clinique

Instagram

Clinique Vörumerkjastjóri

Vörumerkin okkar skoða öll